Skip to main content

Sýn Marine Stewardship Council (MSC) er hafið fullt af lífi og sjávarauðlindir verndaðar fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Við deilum þessu markmiði með samstarfsfélögum okkar og hagsmunaaðilum, og aðeins með því að vinna saman getum við náð árangri. Það að hlusta á og læra af hagsmunaaðilum okkar er hornsteinn í vinnu okkar.  

Þess vegna settum við af stað könnunina “MSC Global Stakeholder Survey 2025.” Hún er opin til föstudagsins 12. september.

Þetta er tækifæri þig, til að deila þínum skoðunum með okkur. Við viljum heyra þína skoðun á MSC, meðal annars á forgangsröðun okkar, hvaða þýðingu prógrammið hefur fyrir þér og ábendingar um hvernig MSC getur bætt sig. Mat þitt er ómetanlegt fyrir okkur og mun vera notað við mótun næstu stefnumótandi áætlunar. 

Könnunina má nálgast með því að smella hér.

Það tekur um 10 mínútur að klára könnunina.

Könnunin er nafnlaus en við munum deila skýrslu um helstu hápunkta könnunarinnarmeð þeim þáttakendum sem kjósa að skrá hvernig má ná í þá. Í skýrslunni verður að finna helstu lykilniðurstöður og viðbrögð MSC við niðurstöðum.  

Könnunin er unnin í samstarfi við GlobeScan, leiðandi rannsóknar- og ráðgjafafyrirtæki, til þess að tryggja sjálfstæði og nákvæmni í ferlinu. Þessi könnun er gerð í samræmi við alþjóðlega staðla ESOMAR (e. ESOMAR International Code) og reglur um persónuvernd (e. GDPR). Öll svör eru trúnaðarmál, nema þú samþykkir þínum svörum sé deilt. Við þökkum þér fyrirfram fyrir að deila sjónarhorni þínu með okkur. Ef einhverjar spurningar vakna, vinsamlega hafðu samband við Þórgunni Ingimundardóttur ([email protected]