Skip to main content

Í meira en 25 ár hafa þeir sem stýra fiskveiðum, stjórnendur fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi, vísindamenn, og neytendur verið hluti af samstilltu átaki til að tryggja að fiskveiðum sé stjórnað af ábyrgð og að veiðar séu sjálfbærar.

Eftir stofnun MSC árið 1997 hafa um 18,9% allra veiða í heiminum á villtu sjávarfangi fengið vottun um sjálfbærni eða eru í vottunarferli. Vottanir stuðla að því að viðhalda og fjölga sjálfbærum fiskistofnum í heimshöfunum. 

Vottun á fiskveiðum hefur hingað til stuðlað að u.þ.b. 2.600 endurbótum á starfsháttum og stjórnun fiskveiða. 

Aðilar sem bjóða upp á sjávarfang með rekjanleikavottun MSC eru nú tæplega 51.000 talsins, en það eru verslanakeðjur stórmarkaðir, veitingastaðir, fiskbúðir og hótel. 

20.6%

af veiddum villtum fiski er hluti af MSC prógraminu (vottaður, í vottunarferli eða í umbótaprógrammi MSC)

2,625

umbætur gerðar á MSC vottuðum fiskveiðum í lok mars 2025

21,859

ólíkar vörur seldar á heimsvísu með bláa MSC merkinu,á breska fjárhagsársinu 2024-25

51,260

staðir um allan heim selja vottað sjálfbært sjávarfang

Umbætur í fiskveiðum

Umbætur í fiskveiðum

Stöðugt er unnið að umbótum í tengslum við MSC vottun til að minnka áhrif veiða á umhverfið.