Skip to main content

Sýndu viðskiptavinum þínum fram á að það sjávarfang sem þú ert að selja komi úr sjálfbærum veiðum með því að nota MSC umhverfismerkið. Nánar um hvernig þú getur sýnt fram á vilja þinn til að versla með sjálfbærnivottað sjávarfang.

Ávinningurinn

  1. Bláa MSC umherfismerkið tryggir að varan hefur hlotið vottun óháðs aðila um sjálfbærni veiða. DNA prófanir, athuganir gagna og fyrirvaralausar úttektir eru áhrifaríkar aðferðir til að tryggja að rétt vara sér rétt merkt.
  2. Bláa MSC umhverfismerkið er stendur fyrir þekktasta og útbreiddasta vottunarkerfi  sjávarafurða í heiminum. Byggir á samþykktum og viðmiðum FAO or er tekið út a GSSI
  3. Rannsóknir sýna að neytendur treysta vísindamönnum og frjálsum félagasamtökum best til að stand vörð um lífríki sjávar og óháð vottun eykur traust neytenda á umhverfismerkjum. 

Hvað eru neytendur að hugsa?

Samkvæmt könnun frá 2018 sem var gerð fyrir okkur af óháða könnunar- og ráðgjafafyrirtækinu, GlobeScan:   

72%

af þeim sem neyta sjávarfangs eru sammála því, að fólk ætti einungis að neyta afurða úr sjálfbærum veiðum, til að vernda lífríki hafsins

72%

sögðu að það væri nauðsynlegt, fyrir þá sem framleiða undir eigin vörumerki og smásöluaðila, að óháður aðili vottaði sjálfbærni veiða

61%

Sögðu að þeir bæru meira traust til vöru sem hefði umhverfismerki

Looking for Aquaculture Stewardship Council?

For ASC label use, please visit the ASC website